3 uppsetning lcsu 4, Samsetning á 300 ml gerð, Skoðið eftirfarandi fyrir hverja notkun – Laerdal Compact Suction Unit (LCSU) 4 User Manual

Page 259

Advertising
background image

3 Uppsetning LCSU 4

259

Íslenska

Samsetning á 300 ml gerð

1

Stingið efra tenginu inn í lofttæmisinntakið og gætið þess að

neðri hluti hylkisins smelli á sinn stað.

2

Tengið slönguna fyrir sjúklinginn við tengið fyrir slöngu

sjúklings. Gætið þess að öll tengi séu kirfilega þétt á sínum

stað til að koma í veg fyrir leka.

1

2

300ml

250ml

200ml

150ml

100ml

50ml

300ml

250ml

200ml

150ml

100ml

50ml

Mikilvægt

• 300 ml hylkið er innsiglað og er búið innri síu. Hylkið er

einnota og ekki er hægt að þrífa það. Sían stöðvar sog/

flæði sjálfkrafa þegar hylkið er orðið fullt eða þegar sían

verður mettuð ef tækið skyldi detta á hliðina við notkun.

• 300 ml hylkið (tilv. nr. 886100) má einnig nota með fyrri

gerðinni, LCSU 3. Hins vegar er ekki hægt að nota hylki af

LCSU 3 á LCSU 4.

• Járngrind er í boði til að auka stöðugleika (tilv. nr. 886115)

og fæst sem aukabúnaður. Á þann hátt fæst bæði handfang

og undirstaða fyrir tækið.

Varúð
Reynið ekki að koma fyrir eða nota hylki af LCSU 3 á

LCSU 4.

Skoðið eftirfarandi fyrir hverja notkun

1

Hylkin skulu vera óskemmd.

2

Tækið skal vera hreint

3

Allir hlutar tækisins skulu vera tengdir á réttan hátt (hylkin,

slöngurnar o.s.frv.).

4

Gerið prófun á tækinu í hvert sinn sem það er sett saman

(sjá 6. kafla).

5

Athugið hleðsluna á rafhlöðunni: Rafhlöðuhleðsluljósið

ætti ekki að loga í RAUÐUM lit meðan á prófun tækisins

stendur. Hlaða skal rafhlöðuna ef rafhlöðuhleðsluljósið

logar í RAUÐUM lit. Sjá nánar leiðbeiningar um hleðslu (í

5. kafla).

Mikilvægt
Eftirfarandi gildir um báðar gerðir: Hafið ávallt aukahylki

við höndina ef fyrsta hylkið fyllist, eða ef tækið skyldi

detta á hliðina við notkun þannig að sían mettast og

stöðvar sog/flæði.

Viðvörun
Ef hylkið á annarri hvorri gerðinni fyllist og lokast

sjálfkrafa og ekkert aukahylki er til staðar til skiptanna

skal slökkva á LCSU 4 og nota aðrar aðferðir samkvæmt

gildandi aðferðarlýsingu til að hreinsa öndunarveg

sjúklingsins. Ítrekaðar tilraunir til sogs með LCSU 4

hylki/hylkjum sem hafa fyllst geta valdið yfirfalli sem

stöðvar sog, veldur skemmdum á dælunni, ógildir

ábyrgðina á tækinu og veldur langvarandi stöðvun.

Tilv. nr. 886115

Advertising