Hávaðastig, 1 virkja dæluna, 2 kannaðu snúningsstefnu snúðs (þriggja fasa vél) – Xylem e-SV User Manual

Page 98: 3 ræsa dæluna, 6 viðhald, Varúðarráðstafanir, 1 þjónusta, 2 snúningsvægi, 3 skiptu um rafvélina, 4 skiptu um ásþétti

Advertising
background image

ATHUGA:
• Aldrei skal starfrækja dæluna undir lágmarksafköstum hennar, né þurra né

án þess að hún sé præmuð.

• Dælan skal aldrei vera í gangi með ON-OFF framrásarlokann lokaðan

lengur en fáeinar sekúndur.

• Aldrei skal starfrækja dælu með ON-OFF inntakslokann lokaðan.

• Tryggið ávallt að nægilegt vatnsflæði sé fyrir hendi þegar dælan er í gangi

til að koma í veg fyrir yfirhitun á innri íhlutum dælunnar. Ef ekki er hægt

að ná því er mælt með að leiða framhjá eða setja upp hringrásarlögn.

Miða skal við lágmarks nafnafköst sem gefin eru upp í viðauka.

• Ekki skal láta dælu vera í frosti, ef hún er ekki í gangi. Tappið af dælunni

öllum vökva sem er inni í henni. Ef það er ekki gert, getur vökvinn frosið

og skemmt dæluna.

• Samanlagður þrýstingur á soghlið (aðalvatnslögn, vatnsgeymi) og hámarks

dæluþrýstingur má ekki fara yfir leyfðan hámarks vinnuþrýsting (nafnþ-

rýsting PN) fyrir dæluna.

• Notið ekki dæluna ef straumtæring kemur upp. Straumtæring getur

skemmt innri íhluti.

• Ef dælt er heitu vatni þarf að tryggja lágmarks þrýsting á soghliðinni til að

koma í veg fyrir straumtæringu.

Hávaðastig

Varðandi upplýsingar um hávaðastig, sem samstæður með Lowara vél, gefa

frá sér, sjá Tafla 10.

5.1 Virkja dæluna

Varðandi upplýsingar um staðsetningu tappans sjá Mynd 15.

Uppsetningar þar sem vökvayfirborð er ofan við dæluna

(inntaksþrýstingur)

Til að sjá skýringarmynd með dæluhlutunum, sjáMynd 16.

1.

Lokaðu stopplokanum sem er neðan við dæluna. Veldu viðeigandi

skref:

2.

Raðir 1, 3, 5:

a) Losaðu um pinnnann (2) á aftöppunartappanum.

b) Fjarlægðu áfyllingar- og loftunartappann (1) og opnaðu stopplok-

ann ofan við þar til vatn rennur út um gatið.

c) Hertu pinnnann (2) á aftöppunartappanum.

d) Settu áfyllingar- og loftunartappann (1) á sinn stað.

3.

Röð 10, 15, 22, 33, 46, 66, 92, 125:

a) Fjarlægðu áfyllingar- og loftunartappann (1) og opnaðu stopplok-

ann ofan við þar til vatn rennur út um gatið.

b) Lokaðu áfyllingar- og loftunartappanum (1). Hægt er að nota áfyll-

ingartappa (3) í staðinn fyrir (1).

Uppsetningar þar sem vökvayfirborð er neðan við dæluna

(soglyftihæð)

Til að sjá skýringarmynd með dæluhlutunum, sjáMynd 17.

1.

Opnaðu stopplokann sem er framan við dæluna og lokaðu stopplok-

anum neðan við dæluna. Veldu viðeigandi skref:

2.

Röð 1, 3, 5:

a) Losaðu um pinnnann (2) á aftöppunartappanum.

b) Fjarlægðu áfyllingar- og loftunartappann (1) og notaðu trekt til að

fylla á dæluna þar til vatn rennur út um gatið.

c) Settu áfyllingar- og loftunartappann (1) á sinn stað.

d) Hertu pinnnann (2) á aftöppunartappanum.

3.

Röð 10, 15, 22, 33, 46, 66, 92, 125:

a) Fjarlægðu áfyllingar- og loftunartappann (1) og notaðu trekt (4) til

að fylla á dæluna þar til vatn rennur út um gatið.

b) Settu áfyllingar- og loftunartappann (1) á sinn stað. Hægt er að

nota áfyllingartappa (3) í staðinn fyrir (1).

5.2 Kannaðu snúningsstefnu snúðs (þriggja fasa

vél)

Fylgdu þessu ferli fyrir gangsetningu.
1.

Notið örvarnar á millistykki eрa б vélarviftuhlíf til að ákvarða rétta

snúningsstefnu.

2.

Ræstu hreyfilinn.

3.

Kannaðu í fljótu bragði snúningsáttina með tiliti til tengjahlífarinnar

eða viftuhlíf hreyfilsins.

4.

Stöðvaðu hreyfilinn.

5.

Ef snúningsáttin er röng, skal gera sem hér segir:

a) Taktu búnað úr sambandi við rafmagn.

b) Í tengjabretti hreyfilsins eрa н stjórnborðinu skaltu víxla stöðunni

á tveim til þrem vírum í rafmagnssnúrunni.

Varðandi raftengimynd, sjá Mynd 14.

c) Kannaðu snúningsáttina aftur.

5.3 Ræsa dæluna

Áður en dælan er ræst, skal tryggt að:

• Dælan sé rétt tengd við aflgjafa.
• Búið sé að virkja dæluna rétt í samræmi við leiðbeiningar í Virkja dæluna.
• Stopplokinn neðan við dæluna sé lokaður.
1.

Ræstu hreyfilinn.

2.

Opnaðu kveikt-slökkt lokann varlega á frástreymishlið dælunnar.

Við væntanleg rekstrarskilyrði skal dælan ganga hnökralaust og hljóð-

lega. Ef ekki, sjá Úrræðaleit.

6 Viðhald

Varúðarráðstafanir

AÐVÖRUN:

Aftengið og lokið endanlega fyrir rafmagnið áður en dælan er

sett upp eða þjónustuð.

AÐVÖRUN:
• Viðhaldsvinnu og þjónustu skal aðeins hæft og viðurkennt

starfsfólk framkvæma.

• Fylgið slysavarnarreglum sem eru í gildi.
• Notið viðeigandi búnað og varnir.
• Tryggið að aftöppunarvökvi valdi hvorki skemmdum né lík-

amstjóni.

6.1 Þjónusta

Þessi dæla þarfnast ekki reglulegs viðhalds. Ef notandi óskar að setja upp

reglubundna viðhaldsáætlun skal hún miðuð við tegund dæluvökva og starfs-

skilyrði dælunnar.

Hafðu samband við Sölu- og þjónustudeildina fyrir allar beiðnir eða upplýs-

ingar í tengslum við reglubundið viðhald eða þjónustu.

Mikils viðhalds kann að vera þörf til að þrífa vökvaendann og/eða skipta um

slitna hluta.

6.2 Snúningsvægi

Varðandi tölur um snúningsvægi, sjá Tafla 18, Tafla 19, eða Tafla 20.

Varðandi þrýsting og snúningsvægi á flangsa frá pípulögnum, sjá Mynd 21.

6.3 Skiptu um rafvélina

Með dælunni fylgir kvarðað gaffallaga millilegg sem hannað er til auðvelda

tengingu hreyfilsins og endurnýjunarferli.

Sjá leiðbeiningar um hvernig á að skipta um hreyfil í Mynd 23.

Ef kvarðaði gaffallaga millileggið er ekki fáanlegt, er notað 5 ± 0,1 mm

millilegg.

6.4 Skiptu um ásþétti

Raðir

Leiðbeiningar

1, 3, 5

Hafðu samband við sölu- og þjónustudeildina.

10, 15, 22: ≤ 4 kW Hafðu samband við sölu- og þjónustudeildina.
10, 15, 22: > 4 kW Sjá leiðbeiningar í Mynd 24. Notaðu alkóhól til að

hreinsa og smyrja.

33, 46, 66, 92, 125 Sjá leiðbeiningar í Mynd 24. Notaðu alkóhól til að

hreinsa og smyrja.

7 Úrræðaleit

7.1 Bilanaleit fyrir notendur

Kveikt er á aðalrofa en rafknúna dælan fer ekki í

gang.

Orsök

Lausn

Hitaálagsvörnin sem innbyggð er í

dæluna (ef viр б) hefur slegið út.

Bíddu þar til dælan hefur kólnað. Hit-

aálagsvörnin endurstillist sjálfkrafa.

Vörnin gegn þurrdælingu hefur

slegið út.

Kannaðu vatnsyfirborð í geyminum

eða þrýsting í aðallögn

Rafknúna dælan fer í gang en hitaálagsvörnin slær út misfljótt eftir.

is - Þýðing á upprunalegum leiðbeiningum

94

e-SV - Íslenska

Advertising